Ég var að velta fyrir mér einni vondri frétt af fúlmennsku á Fljótsdalshéraði. Ég gerðist áskrifandi að Austurglugganum um daginn og í síðasta blaði var sagt frá kattapyndingum sem eru skv. héraðsdýralækni farin að verða daglegt brauð þarna í minni gömlu heimabyggð. Ég var að spá í hvort siðblinda væri sjúkdómur og þá hvort hún væri smitandi eða hvort hún væri tískufyrirbæri. Það er ekki svo langt síðan að Perla hans Kidda var skotin til bana í miðri mannabyggð. Ætli þetta hafi almennt þótt flott eða smitaðist byggðin af morðæði án þess að fá nokkuð við ráðið?
Frekar sjokkerandi frétt verð ég að segja. Ég hef enga skýringu, vona bara að menn taki sig saman um að uppræta þennan ósóma.
SvaraEyðaJá. OJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ bara!!!
SvaraEyðaÉg þurfti næstum áfallahjálp þegar ég las þetta og hef alltaf smá áhyggjur þegar Klófríður og Kolgríma fara út. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef kisurnar mínar lentu í þessum níðingum.
SvaraEyðaÞað er alveg ótrúlegt að einhver skuli gera svona nokkuð við lifandi dýr. Jafn óskiljanlegt og þegar ... skaut köttinn hans Kidda.
kveðja
Rannveig Árna