Ég er miður mín yfir ofbeldinu í heiminum og hef alltaf verið. Það væri þó ekki nærri nógu sterkt að orði kveðið ef ég segðist vera miður mín yfir öllu því ofbeldi sem þrífst í almennum samskiptum fólks dags daglega og þá sérstaklega í grunnskólum. Grunnskólabörn eru einhver þau mest óferjandi óargadýr heims þegar þau ákveða að vera óþolandi, ofbeldishneigð eða bæði. Ég held að það yrði samfélaginu hollast að loka grunnskólum heimsins. Þá væri ekki hægt að þvinga fórnarlömb eineltis í skólann á hverjum degi og þau þyrftu þá ekki að lenda í fólskulegri líkamsárás á borð við þessa sem varð í dag í skólanum þarna í Njarðvík. Ég held að fólki væri nær að hætta að spá í þessa fjármálakreppu, enda eru peningar prump við hliðina á lífi og limum grunnskólabarna.
Hvað er hægt að gera til að sporna við ofbeldi í grunnskólum? Setja vond börn saman í einn skóla svo þau geti bara verið vond hvert við annað? Hafa frjálsa mætingu? Þá skrópa vondu börnin hvort eð er og öllum er sama og fórnarlömb þeirra hafa þá val um að leggja í lífsháskann sem fylgir því að mæta í skólann.
Eru vond börn vond?
Samfélagið þarf að skaffa fleiri kennara eða meiri tími með foreldrum. Börn þurfa að læra að verða manneskjur. Það er á okkar ábyrgð að kenna þeim það. Og sem betur fer læra flestir að aðrir finna líka til á endanum : )
SvaraEyðaSó sorrí - átti að undirritast Agnes hamborgari
SvaraEyðaSum börn eru samt vond af því að einhver er vondur við þau, það má ekki gleymast í þessu, en svo eru til önnur sem eru bara pure evil!
SvaraEyðabörn eru hreinar andstyggðir þegar þau vilja svo vera láta. ég held því fram að illt innræti stafi ekki af slæmu uppeldi, ég þekki marga sem hafa verið aldir upp á svokölluðum "vandræðaheimilum" og eru góðar manneskjur. svo þekki ég líka fólk sem er alið upp af afskaplega góðu fólki en er einfaldlega með skítlegt eðli.
SvaraEyðabörn sem haga sér eins og þessi í myndbandinu orðin þetta gömul eiga ekki bjarta framtíð fyrir höndum held ég. því miður fyrir þá sem þurfa að umgangast þau.