Ég las í einhverju blaðanna daginn eftir NATO fundinn að mótmælendur hefðu verið handteknir og piparúða hafi verið beitt af tilefnisskorti. Lögreglan reyndi að týna til einhver haldbær rök, en bætti við málflutning sinn:
"... og að auki, þá kærir lögreglan sig ekki um að fólk kveiki eld."
Ég kæri mig ekki um að lögreglan handtaki fólk og beiti það harðræði fyrir að eitt aðhafast eitthvað sem lögreglan kæri sig ekki um að það geri.
Hvers á ég að gjalda ef lögreglan kærir sig ekki um að ég borði ost?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli