Ef ég ætti mér eina ósk uppfyllta, þá vildi ég óska þess að ég hefði tíma til þess að taka þátt í umsátursmótmælunum niðri í bæ og berja bumbur. Ég hef verið löt undanfarið, bara mætt þegar vel hefur legið á mér, en nú finnst mér vera komið alvöru fútt í mótmælin. En vinnan og skólinn eru óhagganleg og klukkutímarnir í sólarhringnum af skornum skammti.
Fjandinn hafi það.
Lenti í þessari klemmu í desember. Var á landinu og tók aðeins þátt í aðgerðum en gat ekki mætt á hverjum morgni því ég þurfti að lesa fyrir próf. Lestu fyrir skólann, kláraðu þitt, það er líka þjóðinni í hag. Byltingarkveðja!
SvaraEyða