Tónleikar tónsmíðanema við LHÍ verða um næstu helgi, laugardag og sunnudag kl. 17:00 í Sölvhóli, tónleikasal skólans sem stendur við Sölvhólsgötu 13.
Sölvhóll er virðulegur skúr að skólabaki, en þar eru alls fjórir skúrar. Sá vestasti heitir Vestri, sá í miðið heitir Austri og sá austasti heitir Sölvhóll og það er staðurinn. Sá sem er ská á móti Sölvhóli er dansstúdíó og þangað er bannað að fara inn á skónum.
Verkin mín verða á laugardeginum, þrjú sönglög af sex sem ég samdi í fyrra við ljóð Andra Snæs Magnasonar.
Tónleikunum verður útvarpað beint á heimasíðu skólans, lhi.is.
Sjáumst!
Híhí, þú og Andri Snær. Geri mitt besta til að mæta.
SvaraEyða