þriðjudagur, apríl 07, 2009

Árangurinn

Það er skylda mín að upplýsa hvernig til tókst við pastagerðina. Þegar ég var búin að hnoða þetta fína pastadeig uppgötvaði ég, mér til mikillar skelfingar að ég átti ekkert áhald til að búa móta pastað... gleymdi alveg að gera ráð fyrir því. Mér datt í hug að fletja degið út og nota piparkökuformin mín tvö til að búa til pastakarla. Svo þótti mér það ekki alveg nógu gott. Kom þá auga á hvítlaukspressuna og ákvað að setja litlar deigkúlur í hana. Út kom vissulega glæsilegt spaghettí, en ég var orðin uppgefin í höndinni eftir u.þ.b. 10 sentímetra. Þá varð mér allt í einu hugsað til hakkavélanna sem maður festi á borð í sláturtíðinni. Það væri fullkomið verkfæri í spaghettígerð. En slíkt á ég ekki til. Svo mundi ég allt í einu eftir að ég á áhald til að búa til Spätzel. Svo ég skellti deiginu í matvinnsluvélina, setti aðeins meira vatn og matarolíu saman við til að gera það fljótandi, skar einhver ósköp af lauk, osti og steinselju og bjó til eðal Käsespätzel. Mér hefði aldrei dottið í hug að maður væri svona fljótur að gera Käsespätzel frá grunni, en þetta tók enga stund. Ég sá fyrir mér að í þetta færi alla vega heill dagur.

En ef ég hefði farið piparkökuleiðina, þá hefði pastað litið svona út:


Ég er nefnilega mjög skotin í hinum Austur-þýsku Ampelmännchen og á bæði piparkökuform og endurskinsmerki með þeim.

2 ummæli:

  1. Það er örugglega auðveldast að gera tagliatelle ef maður á ekki græjur, bara fletja út og skera í ræmur. Hvernig gengur með appelsínugula tryllitækið?

    SvaraEyða
  2. Það svínvirkar, ég gerði rör. Þau urðu að vísu frekar stór því ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta tútnar vel út við suðu!! Ég geri aðra tilraun í næstu viku, það verður fersk-pasta á matseðli hér lágmark einu sinni í viku ;)

    SvaraEyða