mánudagur, apríl 06, 2009

Uppskrift

Fann þessa uppskrift á netinu. Veit ekkert hver á höfundaréttinn, en sá hinn sami fær prik fyrir framsetningu. Mér finnst þetta svo skemmtilegt að ég hef ákveðið að prófa strax í kvöld:


Einfalt pasta

Það eru bara bretar og villmenn sem borða pasta úr pökkum. Þetta er einfaldasta uppskriftin að pastadeigi sem ég þekki, hef notað hana í bæði lasagne-plötur og linguine-strimla - hvorttveggja mjög gott.

Innihald:

  • 1 bolli hveiti
  • 1 egg, léttpískað
  • 1tsk salt
  • Vatnsskvettur eftir þörfum
Aðferð
  1. Blandið saman hveitinu og saltinu.
  2. Setjið hveitið í móbergsstapa-lagaða hrúgu á borð og búið til holu í miðjuna
  3. Setjið eggið í holuna svo móbergsstapinn líti út eins og eldfjall
  4. Hnoðið eggið saman við hveitið þar til úr verður stíft deig sem er ekki klístrað viðkomu. Notið vatnið til að bleyta í ef þörf krefur
  5. Hnoðið deigið í 4-5 mínútur og skiptið því svo í 4-5 kúlur (ca. á stærð við golfkúlur).
  6. Rennið hverri kúlu í gegnum uppáhalds pastarúllurnar.
  7. Pastað má nota strax

Það er gott að láta deigið standa aðeins áður en það er notað, svo það sé meðfærilegra. Það er þó ekki nauðsynlegt.

Hægt er að geyma ferskt pasta í 2-3 daga í ísskáp í lokuðum plastpoka eða plastíláti.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:47 e.h.

    tíhí, við gerum alveg stundum pastað sjálf, en oftast flokkumst við væntanlega undir villimenn. Bretar erum við allavega ekki...

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus1:18 e.h.

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða