Ég mætti í miðstöð UVG í dag, en þar var Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og svaraði spurningum vegfarenda. Erindi mitt var að vekja athygli hennar á þeirri hvimleiðu staðreynd að tónlistarnemar á framhaldsskólastigi hafa verið á "milli" í kerfinu undanfarin 10 ár. Um þetta hef ég bloggað marga langa pistla og nenni ekki að setja mig í þann gír nú á fyrsta degi sumars, enda engin ástæða til, því Katrín hafði verið upplýst um málið síðan hún sat í borgarstjórn. Hún kvaðst munu beita sér fyrir því að þetta mál verði leyst hið snarasta og sagðist óspurð þykja það fáránlegt hve lengi það hefur dinglað í lausu lofti. Þetta hefur enginn fram-á-maður í þjóðfélaginu sagt síðan allt fór í háaloft árið 2002. Þessi vonarglæta er atkvæðisins virði, kæru tónlistarnemar og tónlistarkennarar!
Þá á ég bara eftir að viðra þá skoðun mína við hana að einkareknir háskólar eigi ekki að fá framlög frá ríkinu. Þeir sem eru hallir undir einkaframtakið eiga bara að vera hliðhollir þeirri stefnu sinni og hefðu náttúrulega strax átt að sjá sóma sinn í því að afþakka ríkisframlög í stað þess að betla þau og halda því um leið fram að Háskóli Íslands stæði þeim framar í samkeppni með sín ríkisframlög. Það er kjaftæði að hafa orð á þessu, því ríkisrekinn háskóli á eðli málsins samkvæmt að fá sitt rekstrarfé frá ríkinu og hinir að innheimta það með skólagjöldum og styrkjum frá einkaaðilum. Annars eru þeir ekki einkaskólar. Fólkið velur svo bara hvort það vilji vera í ríkidæmisskóla eða ríkisskóla.
Ég sé ekki einu sinni neitt vinstrisinnað við þessa skoðun, mér finnst þetta bara heilbrigð skynsemi. Alveg eins og að vera á móti því að virkja hverja lækjarsprænu á landinu, vera á móti Íraksstríðinu og finnast George W. Bush vera fáviti. Af hverju eru allir sem sjá þetta stimplaðir vinstrisinnar? Eða eru allir sem sjá þetta kannski allir vinstrisinnar? Þeim mun brýnni ástæða er til að spyrja hvernig á því standi??!!??!!
Reynið svo að sjá landinu fyrir almennilegum menntamálaráðherra a.m.k. til næstu fjögurra ára með því að kjósa rétt.
Salút, takk fyrir mig!
Will do.
SvaraEyðaÞú er náttúrulega kolöfugu megin við Hringbrautina. Ég skal redda þessum menntamálaráherra fyrir þig, ef þú sérð þá um Svandísi, Lilju og helst Einar Má líka.
SvaraEyðaSamþykkt!
SvaraEyðaHey en LHÍ er eiginlega einkaskóli ekki satt?
SvaraEyðaViltu leggja hann af? Eða borga 5.000.000 kr á ári eins og í Englandi? Ekki geturðu lært tónsmíðar í HÍ?
Hildur: Ég sagði ekkert um að það ætti að leggja eitt eða neitt niður. Ég sagði bara að þeir sem standa að rekstri einkaskóla eiga ekki að þiggja rekstrarfé frá ríkinu!! Aukinheldur finnst mér rekstrarfyrirkomulag LHÍ langt frá því að vera til fyrirmyndar... ég vil samt ekki leggja hann niður, hann er glænýr og bara ennþá á bleyjunni! Ef við eigum að sækja okkur fyrirmyndir til einhvers Evrópulands, þá þætti mér Þýskaland koma sterkast til greina.
SvaraEyðaJamm ég er alveg sammála sko... ég vildi ad ríkid gaeti rekid listaskóla...
SvaraEyðaEn tad er víst til of mikils maelt!