fimmtudagur, apríl 23, 2009

Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti er einhver fyndnasti hátíðisdagur heimsins. En þó orkar fyndni þessi tvímælis ef hátíðahöldin verða til þess að æska landsins verði inflúensum og lungnabólgum að bráð. Fyrir nokkrum mínútum talaði ég við vinkonu mína sem fór á hátíðahöldin í Árbæ. Kandíflos, hoppukastali og allt sem útiskemmtun tilheyrir, ÞEGAR, ég ítreka ÞEGAR veður leyfir. Sem það gerir aldrei á sumardaginn fyrsta. Þess vegna sting ég upp á því að sumardagurinn fyrsti verði hér eftir haldinn hátíðlegur með inniskemmtun, vöfflum og kakói. Jafnvel væri hægt að hafa kennslustund í sokka, húfu og vettlingaprjóni. Það er það eina sem hægt er að bjóða fólki á þessum árstíma.

Aftur segi ég gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Passið að ykkur verði ekki kalt á tánum í dag, gefið börnunum kakó og gætið þess að ekki slái að þeim.

1 ummæli: