fimmtudagur, apríl 30, 2009

Mogginn

Af hverju eru það fréttir í dag að Svölu Björgvinsdóttur hafi ÁRIÐ 2004 verið boðin staða söngkonu í Puppydolls babies and pussycats on underwear eða sem þetta drasl heitir, og afþakkað? Nei, hún Svala hafði sko ekki mikinn áhuga á því að vera hluti af einhverju stelpubandi á nærfötunum, af því hún passar sko ekki inn í svona félagsskap. Að vísu tók hún fram að það væri geðveikt frægt lið sem stæði á bak við hljómsveitina (svo frægt að ég hef aldrei heyrt talað um þetta lið) og það væru geðveikt miklir peningar í þessu, svona til þess að það sé öllum landsmönnum ljóst að þetta var geðveikt merkilegt tilboð árið 2004. En nei, takk, ekki fyrir Svölu.

Af hverju er ég að lesa þessa slúðurdálka, þeir gera ekki annað en valda mér gremju, ég finn hárin rísa á höfði mér og langar aftur til að bíta með vígtönnunum mínum. Af hverju er þetta í blöðunum? Hver hefur áhuga á því að vita þetta? Réttið vinsamlegast upp hönd!

3 ummæli:

  1. Nafnlaus2:07 e.h.

    Hendur kyrfilega niður með síðum hérna megin.

    SvaraEyða
  2. Sem sjálfmenntaður sérfræðingur í hnakkaslúðri og öðru menningartengdu efni fm 957 get ég fullyrt að Svala Björgvins gæti ekki sungið, dansað eða kynþokkafyllt til kvarts af hæfileikabúntinu sem syngur í Pussycat Dalls. Rétt eins og með aðra hæfileikalausa Íslendinga á leið í Heimsfrægð sem ekki hafa áhuga á því að eignast skrilljónir aðdáanda og frilljónir dollara á banka er Svala Lúðfinns bara dóttir sjónvarpsþulu og hefur komist býsna langt á því...

    Hmmfffrrr....

    SvaraEyða
  3. Hahaha ég las tetta líka en ég vard ekki alveg svona pirrud!
    Fannst nú samt alveg gott hjá henni ad taka ekki tátt í tví soraklámi sem kattarpíkudúkkurnar framleida.
    Tá bid ég nú frekar um Steed Lord :)
    Vertu kát elsku Tórunn Gréta!

    SvaraEyða