miðvikudagur, apríl 22, 2009

Sumarkveðja

Þýðinga- og fjallaferðarfyrirtækið Lingua/Norðan jökuls gefur út sumar- og jólakveðjur á hverju ári þar sem austanfólk fær það verkefni að semja ljóð, lag og hreyfimynd, svo úr verður lítið tónlistarmyndband. Við sumarkveðju ársins 2009 var það Lubbi klettaskáld sem samdi ljóðið, Villi Wáren sem gerði myndbandið og undirrituð sem samdi lagið og smalaði saman lítilli skógarhljómsveit. Ingólfur Magnússon, minn ágæti bekkjarbróðir stjórnaði upptökum og spilaði á gítar og bassa, Berglind Ósk söng og spilaði á blokkflautu, Hafþór Snjólfur spilaði á slagverk og undirrituð á melódiku.

Afraksturinn má sjá hér.

Með þessu óska ég lesendum mínum nær og fjær gleðilegs sumars!

2 ummæli:

  1. Vá maður, flott hjá ykkur.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:01 e.h.

    Frábært! Gleðilegt sumar fullt af blómstrandi ást.

    SvaraEyða