Margt hefur drifið á daga mína síðan síðast. Ég mun greina frá því í glefsum á næstu vikum.
Hins vegar langar mig afar mikið til að fá botn í það af hverju heimsbyggðinni þykir almennt verra að veiða hvali en önnur dýr? Hefur það eitthvað með áhrifamátt kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood að gera?
Kvikmyndastjörnur móta auðvitað allt álit heimsbyggðarinnar. Við sem munum Birgitte Bardot og selveiðar Grænlendinga vitum allt um það. Ég var alveg sjóðandi brjáluð endur fyrir löngu þegar ákveðið var að hætta hvalveiðum. Núna, hins vegar, veit ég ekki hvort borgar sig að byrja aftur fyrst við lúffuðum í eina tíð eins og barðir hundar.
SvaraEyðaKengúrur eru skotnar með hríðskotabyssum úr þyrlum - þú getur ímyndað þér hversu mannúðlegt það er. Ekki einu sinni Skippy gat komið í veg fyrir það. Það er sem sé ekki nóg að eiga fulltrúa í Hollywood. Þetta með hvalina er fullkomlega óskiljanlegt.
SvaraEyðasem sagt með kveðju frá Hamborg : )
SvaraEyðaÞað er búið að sannfæra heimsbyggðina með heilaþvotti að Allir Hvalir séu í útrýmingarhættu sem og öll önnur villt náttúra í veröldinni. Ég tel nokkuð víst að of margir trúi því bulli að allt annað en það sem flokkast sem landbúnaður ætti að vera friðað, frelsað og heilagt.
SvaraEyðaHvernig væri þá að við Íslendingar tækjum til við að mótmæla kengúruveiðum í Ástralíu?
SvaraEyðaOg bentum fólkinu á að dót eins og ósonlagið er trúlega í meiri útrýmingarhættu en hvalir....