Nýjasta tilefnið er Kínverjarassasleikjur ríkisstjórnar Íslands. Hvorki ríkisstjórn né forseti Íslands hafa óskað eftir fundi með Dalai Lama. Hvaða þjóðarleiðtogi hefur annars fengið að heimsækja Ísland án þess að fá heimboð í Bessastaði eða helg vé ráðherra??
Framferði Kínverja við innlimun Tíbets í Kína er eitt viðbjóðslegasta athæfi mannkynssögunnar. Kínverjar eru heimsmeistarar í mannréttindabrotum. Amnesty International er bannað í Kína.
Svo ég vitni beint í Svavar, þá er augljóst að Íslendingar meta viðskiptasambönd við Kína meir en mannréttindi heillar þjóðar.
Til að reyna að þvo hendur mínar af þessum heigulshætti hef ég ákveðið að hlýða á hann í Laugardalshöllinni. Niðurtalning í landflótta: Tvö ár.
FYRIRGEFIÐ, KÆRA RÍKISSTJÓRN, HVAÐ ER AÐ YKKUR?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli