föstudagur, júní 19, 2009

Klipping?

Ég ákvað fyrir skemmstu að einbeita mér að því að versla í minni heimabyggð. Fór þar með í klippingu á Hótel Sögu. Svo ætlaði ég að panta tíma þar í dag. Það hringdi út. Ákvað þá að halda samt sem áður í hugsjónina og hringdi í Hárgreiðslustofuna Ellu við Dunhaga. 

Pirruð kona: "Bíddu aðeins... Ella"

Ég: "Já, er þetta á hárgreiðslustofunni?"

Pirruð kona: "Já"

Ég: "Er nokkur smuga að komast að hjá þér í dag?"

Pirruð kona: "Nei"

Ég: "Allt í lagi, ég var þá að hugsa um að panta bara tíma seinna"

Bíb-bíb-bíb-bíb. 

Hún skellti á. 
Það er nú þjónustan sem maður fær í öllu atvinnuleysinu. 

Best að fara þá bara á gömlu góðu við Klapparstíginn og aldrei annað!

1 ummæli:

  1. Nafnlaus6:39 e.h.

    vá, dóninn! Annars mæli ég með Í hár saman, við Grettisgötu, voða næs, oftast stutt bið og ágætis klipparar.

    SvaraEyða