Pirruð kona: "Bíddu aðeins... Ella"
Ég: "Já, er þetta á hárgreiðslustofunni?"
Pirruð kona: "Já"
Ég: "Er nokkur smuga að komast að hjá þér í dag?"
Pirruð kona: "Nei"
Ég: "Allt í lagi, ég var þá að hugsa um að panta bara tíma seinna"
Bíb-bíb-bíb-bíb.
Hún skellti á.
Það er nú þjónustan sem maður fær í öllu atvinnuleysinu.
Best að fara þá bara á gömlu góðu við Klapparstíginn og aldrei annað!
vá, dóninn! Annars mæli ég með Í hár saman, við Grettisgötu, voða næs, oftast stutt bið og ágætis klipparar.
SvaraEyða