Ég fékk að upplifa að vera maki á ættarmóti í Hjaltastaðaþinghá. Ég ímynda mér að það hafi verið svipað og menntaskólasammenkomst, því ég hitti marga sem voru með mér í menntaskóla. Það var voða gaman. Aukahugleiðing um ættarmót birtist áður en langt um líður.
Svo fór ég á tónleika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. Þar sungu Ásgeir Páll baritón og Þorvaldur bassi við píanóleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Þetta voru hressir og skemmtilegir tónleikar. Við fórum að sjálfsögðu baksviðs og töluðum við stjörnur kvöldsins:
Davíð við Þorvald: Þakka þér kærlega fyrir tónleikana, þakka þér fyrir allt nema rússnesku aríuna.
Ég við Davíð (hvellum rómi): Nema rússnesku aríuna? Hún var æði!
Davíð við mig: Já, hey! Heldurðu að ég viti ekki hvað bassi og rússneska gerir fyrir þig?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli