Svo fór ég í bankann. Úff hvað ég er fegin því að vera ekki bankastarfsmaður í dag. En ég fór ráðvilltari út úr honum en inn í hann, þrátt fyrir að hafa komið inn í þeim erindagjörðum að biðja ráðgjafa um ráð. Ég fékk ráð, en á öllum ráðum var gríðarlegur fyrirvari um óvissu, svo ég sat uppi með óráð.
Getur einhver sagt mér hvort verðbólgan sé vaxandi eða fallandi?
Hve lengi mun það kreppuástand standa að afgangar í tartalettum teljist til sérstaks munaðar í matarvali?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli