þriðjudagur, ágúst 04, 2009

Sumarsögur II

Kreppan bitnaði á heimilinu í dag, 04.08.09. Við áformuðum að borða afganga í tartalettum. Afgangaát hefur tíðkast á heimilum mínum frá því í árdaga og telst því ekki afleiðing kreppunnar. Hins vegar fékk betrihelmingurinn þær upplýsingar í Melabúðinni að sökum kreppunnar, þá væri tartalettuskortur í landinu. Tartalettur teldust til innfluttrar munaðarvöru, en ekki til nauðsynja og væru því ekki fluttar inn lengur. Svona er að snobba fyrir mat, kæru vinir.

Svo fór ég í bankann. Úff hvað ég er fegin því að vera ekki bankastarfsmaður í dag. En ég fór ráðvilltari út úr honum en inn í hann, þrátt fyrir að hafa komið inn í þeim erindagjörðum að biðja ráðgjafa um ráð. Ég fékk ráð, en á öllum ráðum var gríðarlegur fyrirvari um óvissu, svo ég sat uppi með óráð.

Getur einhver sagt mér hvort verðbólgan sé vaxandi eða fallandi?

Hve lengi mun það kreppuástand standa að afgangar í tartalettum teljist til sérstaks munaðar í matarvali?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli