Ég trúði ekki mínum eigin augum. Tólf kíló hafa bæst við þyngd mína síðan við rugluðum saman reitum. Ég horfði á mig í speglinum og hugsaði: Já, en ég er svo mjó!
Kom svo heim og leit aftur í spegil. Fannst ég alveg jafn ótrúlega mjó og í sundinu.
Öfug anórexía. Ranghugmyndir um ágæti eigin vaxtarlags.
Ljóst er að annað tveggja verður að gerast:
a) Grennast uns ég fer aftur að passa í fötin mín.
b) Endurnýja fataskápinn frá grunni.
Vel gagnist.
Hahaha gott að vita að það eiga fleiri við þessa röskun að stríða ;-)
SvaraEyða