Við mamma lentum í Berlín á föstudagskvöldi og brunuðum með almenningsfararkostum áleiðis á hótelið. Kristín Arna var hvergi sjáanleg, en við höfðum mælt okkur mót við hótelið. Við ákváðum að koma okkur fyrir og halda svo leitarfund. Allt í einu segir mamma: "Hvaða stígvél eru þetta sem speglast í glugganum??" Og í sama mund stekkur hún út af baðherberginu. Hún hafði föndrað við að fela farangurinn sinn í herberginu og láta líta út fyrir að enginn væri á staðnum og við kolféllum fyrir bellibragðinu.
Við skoðuðum Berlín ásamt Önnu Völu höfuðsnillingi morguninn eftir og tókum svo lest til Hamborgar í eftirmiðdaginn. Þar beið okkar kvöldmatur hjá Helgu, skiptinemamömmu minni. Næstu dagar á eftir fóru í frekar planlaust dingl hingað og þangað um borgina, heimsóknir, óhóflegt át og fleira notalegt.
Dingluðumst svo annan dagpart í Berlín á heimleiðinni og flugum svo heim við toppskilyrði þann 11.09.09.
Bráðum koma myndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli