Ég er miklu frekar að hugsa um þetta sem enginn er að spá í nú til dags. T.d. fésbókarfíkn Íslendinga og persónunjósnir sem auðveldlega geta átt sér stað í þessu netsamfélagi. Aukinheldur er ég enn á því að bloggið sé skemmtilegra.
Svo hef ég verið að velta því fyrir mér að undanförnu hvort það eru konur eða karlar sem hagnast á sölu og framleiðslu dömubinda í heiminum. Ég var að velta því fyrir mér síðast þegar ég fór út í búð hvað tíðahringur kvenna, eðlilegur og sjálfsagður hluti líkamsstarfseminnar, væri rosalegt markaðsafl. Eins svosem úrgangslosun ungbarna, bleyjubissnesinn er álíka stór ef ekki stærri. Og hvernig týpur eru þetta sem "hanna" dömubindi og bleyjur? Hvað er notað í þetta? Í flestum tilvikum klórbleikt bómull, grysjur og lím? Nema í lífrænu týpurnar, þar er ekkert klór notað, sem betur fer. Hvers eiga konur og börn að gjalda? Konur og foreldrar eru fangar sannfæringar um að það að neita sér um þetta tvennt hafi í för með sér tilfinnanlegan skort á lífsgæðum. Ég veit ekki af hverju, en allt í einu finnst mér eitthvað klikkað við það ef raunin er sú að sleiktir jakkafatakarlar með skjalatösku séu þeir sem hagnast á sölu og framleiðslu bleyja og dömubinda.
Best að gúgla og gá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli