Við hjónaleysin fórum á jólaskrall upp og niður Laugaveginn þann 18. desember. Við áðum á gamla góða Mokka um miðjan dag. Mér hlýnaði verulega um hjartarætur þegar við komum inn, ekki bara vegna þess hve hlýtt er og notalegt á Mokka, heldur vegna þess hvað afgreiðslustúlkan var að segja við virðulega konu:
"Nei, við erum ekki með neitt hollt, hér er allt fitandi og borið fram með rjóma."
Ég stóðst ekki mátið, gekk að borðinu og sagði:
"Ég er einlægur stuðningsmaður þessarar næringarfræðilegu stefnu ykkar."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli