miðvikudagur, nóvember 18, 2009

Heimsmálin

Nýjar rannsóknir sýna að tölvuiðnaðurinn veldur meiri mengun en flugumferð heimsins vegna þess hve gífurlega mikið rafmagn þarf til að keyra hann. Í heiminum munu vera um ein milljón flugtaka á dag. Það er mikil mengun. Svo er endalaust talað um að pappírslaus viðskipti muni bjarga heiminum.

Þá þykir einnig sýnt að regnskógum Suður Ameríku stafar meiri ógn af sojabaunaræktun en pappírsnotkun eftir að sojavörur fóru sigurför sína um hinn vestræna heim. Suður Ameríkanar sjá sér hag í því að fella skóga til þess að fá aukið landsvæði undir sojabaunaakra.

Ég mun vísa í heimildir við fyrsta tækifæri.
Munið samt að bruðla ekki með pappír... og hætta að nota sojavörur.

5 ummæli:

  1. Þoli hvorteðer ekki sojavörur, finnst meira að segja sósan vond.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:18 e.h.

    hihihi ætli maður geti ekki haft áhyggjur af öllu sem manni dettur í hug.
    Bloggið þitt er annars að bjarga mér tímabundið frá alveg afburða leiðinlegri bók :) Takk fyrir það!!!

    Kv Margrét frænka

    SvaraEyða
  3. Og hætta að nota tölvur.

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus9:39 e.h.

    Pálmafeiti er einnig mikil ógnun við regnskógana og íbúa þeirra líkt og sojaræktunin. Varist palmínið!

    Lesandi.

    SvaraEyða
  5. og slökkva á tölvunni?

    SvaraEyða