miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Skjálfandi á beinunum

tilkynni ég yður að annað kvöld mun rödd mín heyrast á öldum ljósvakans, nánar tiltekið í hléi á sinfóníutónleikum sem útvarpað verður beint frá rás 1. Verkin sem eru á efnisskránni myndi maður á engilsaxnesku kalla hot stuff, eða Wesendonk Lieder eftir Wagner og 3. sinfónía Beethovens eða Hetjusinfónían.

Á föstudag verða svo tónleikar þar sem flutt verða verk haustannarinnar eftir tónsmíðanemendur Úlfars Inga í Tónó. Við erum ekki nema þrjú, svo þetta verður stutt og laggott og kaffi á eftir. Sumsé, Veðurskip Líma og fleiri verk í salnum í Skipholti 33 kl. 16:00.

Allt að gerast og rúmlega það... úffpúff....




2 ummæli:

  1. Það er kraftur í þér ljúfust. Þúsund knús frá útlandinu.

    SvaraEyða
  2. Það er aldeilis fullt að gerast núna. Gott hjá þér, stúlka!

    SvaraEyða