sunnudagur, febrúar 01, 2009

Óskirnar þrjár

Segjum sem svo að ég hitti á óskastund og fái þrjár óskir uppfylltar. Nú ætla ég að óska mér.

1) Ég óska mér að Davíð Oddson bjóði sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins.
2) Ég óska mér að Sjálfstæðisflokkurinn kjósi hann sem formann.
3) Ég óska mér að Sjálfstæðisflokkurinn fari í Alþingiskosningar með Davíð Oddson sem forsætisráðherraefni.

Af hverju óska ég mér ekki ástar, blóma og eilífs friðar?

Af því mig langar til að leggja þá prófraun fyrir íslensku þjóðina hvort hún muni kjósa þetta yfir sig eina ferðina enn. Svo, ef við hugsum dæmið aðeins lengra, þá kæmi mér lítið á óvart að við sætum í apríl uppi með ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar með Davíð Oddson í forsætisráðuneytinu.
Ég er alla vega alveg á því að ég vil frekar hafa Davíð Oddson í pólitík heldur en í Seðlabankanum, því þjóðin á þá alla vega val um það hvort hann sitji í öndvegi eður ei. Bara verst hvað þjóðin er flink að velja vitlaust.

4 ummæli:

  1. Það væri nú næstum maklegt og réttvíst að láta menn sitja áfram, næstu átján árin, og éta ofan í sig alla vitleysuna frá síðustu 18. ;-)

    Verst hvað það myndi kosta almenning í sulti og seyru, skólagjöldum og læknakostnaði.

    SvaraEyða
  2. Ég er bara alveg viss um að ef þetta fer svona (sem ég óttast) kýs þjóðin þetta yfir sig og við sitjum uppi með óþverrann. Það er nefnilega svo ópólitístk að kjósa íhaldið.

    SvaraEyða
  3. Ef Davíð Oddson verður aftur forsætisráðherra sæki ég um grænlenzkan ríkisborgararétt og flyt til Kúlusúkk.

    Í graf-alvöru.

    SvaraEyða
  4. það sorglegasta við þetta allt saman, er að þetta myndi sennilega gerast ef dýrið færi aftur í pólitík. Það er alltof mikið af fólki sem finnst maðurinn fullkominn og frábær!

    SvaraEyða