sunnudagur, maí 31, 2009

Skattar

Skattar á áfengi, tóbak og bensín?
Áfengi nota ég ekki, tóbak nota ég ekki, bensín nota ég en í afar litlu mæli. Þetta þrengir að einkabílnum sem mér þykir mega gera í miklu meira mæli hér á landi. Þetta yrði þá kannski til þess að aðalumferðaræðar borgarinnar fylltust ekki fjórum sinnum dag hvern af bílum með einni manneskju innanborðs. Og drægi bara úr almennri bílnotkun um landið allt, sem væri til sérlega mikilla bóta fyrir samfélagið. 
Enginn þarf áfengi og tóbak til að draga fram lífið, svo ég get ekki komið auga á vandamálið. 

Satt að segja gæti mér ekki verið meira sama um þessa tollheimtu. Hins vegar finnst mér afar einkennilegt að Jóhanna og félagar sem hafa með réttu argast út í verðtryggingu á íbúðarlánum í um 20 ár leggi nú blessun sína yfir hana og sitji sem fastast á þeim blóðpeningum. 
Einu úrræði sem boðið er upp á er frestun á vandanum sem hefur í för með sér enn hærri vexti þegar frystingu er aflétt. Ætli Alþingismenn fái niðurfellingu húsnæðislána þegar þeir komi inn á þing og sjái þetta þess vegna ekki?
Svo ef maður reynir af veikum mætti að tryggja eigið fé með verðtryggingu á móti, með því að setja það litla sem maður á afgangs um hver mánaðarmót inn á verðtryggðan bankareikning, þá hver innlögn bundin þar í þrjú ár og ef maður þarf að taka peninginn út fyrr, þá bæði er innheimt gjald fyrir það og vextir skerðast. 

Mér er flökurt!

3 ummæli:

  1. Þú fékkst rokkstig dagsins á blogginu mínu.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:59 f.h.

    Svo sammála seinni hlutanum, en hefði viljað sjá eitthvert úrræði í staðinn fyrir einkabílinn áður en reynt er að draga úr notkun hans á þennan hátt eða annan. Almeningssamgöngur - þessi stjórn virðist því miður líka þurfa að fletta því upp.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:00 f.h.

    Æ, enn og aftur - nafnlaust en með knúsi frá Hamborg : )

    SvaraEyða