sunnudagur, september 27, 2009

Pilsfaldakapítalismi

Davíð Oddssyni tókst enn einu sinni að setja þjóðina á hvolf fyrir það eitt að fá sér vinnu. Eftir því sem ég hugsa meira um þetta, þá botna ég minna í öllu fárinu. Það eina sem ég veit er að ég tek ekki mark á fjölmiðli sem þessi maður ritstýrir og ég hefði ekki ráðið hann í vinnu ef hann hefði sótt um hjá mér. En hann vantaði nú samt vinnu, það losnaði starf og hann var veiddur í það. Fyrir svo utan að það er ekki seinna vænna en hann prófi að vinna í einkageiranum, maðurinn fer að komast á aldur og hefur verið á ríkisspenanum alla sína starfsævi. Þrátt fyrir að hafa í kjaftinum verið maður einkaframtaksins.
Rétt eins og Hannes Hólmsteinn, sem virðist ekki ætla að færa sig úr ríkisháskólanum til einkaháskólanna. Í kjaftinum vill hann einkavæða menntakerfið. Við höfum HR og Bifröst, einkaskólana tvo sem grenja út jafnhá fjárframlög frá ríkinu og HÍ. Örugglega fyrirmyndar rekstrarleið að hans mati. Ekki fer hann þangað. Þannig mætti vafalaust lengi telja.
Kapítalistarnir hanga allir í pilsfaldi ríkisins. Heimta einkavæðingu, kaupa hægri vinstri og grenja svo út peninga frá ríkinu þegar allt fer á hausinn.
Fyrir hvað standið þið, sjallar? Hvar væruð þið ef ríkisstofnana nyti ekki við? Blankir og atvinnulausir? Enginn einkavinur til að gefa ykkur péníng og skipa ykkur í embætti? Nema kannski Garðabæjar-anginn af ykkur, hann væri líklega um borð í leiguflugvél á leið til Ísafjarðar.
Ég held að ég sé kominn að þeirri niðurstöðu að fagna því að Davíð Oddsson sé orðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Það er lítið mál fyrir okkur hin að sniðganga einn fjölmiðil og það hlýtur að vera hverjum talsmanni einkaframtaksins nauðsynlegt að prófa a.m.k. einu sinni á ævinni að starfa fyrir einkaaðila.

3 ummæli:

  1. Já, það verður gaman að vita hvað Davíð segir þegar hann verður rekinn fyrir að vera of þver og gamaldax. :)

    SvaraEyða
  2. Málið er að það losnaði ekkert starf. Gamalreyndur blaðamaður, hægri maður en kannski ekki í rétta liðinu, var rekinn (vegna málaefnalegs ágreinings) svo hægt væri að ráða karlugluna.

    SvaraEyða
  3. og aldrei hefur mogginn verið þynnri greyið! K

    SvaraEyða