Allt er í heiminum hverfult. Hún Vinda mín er öll. Við áttum margar góðar stundir saman. Þessar myndir tók pabbi af okkur inni í girðingu sumarið 2006.
Ég fékk Vindu í sárabætur fyrir Snerru, sem ég hafði fengið í skírnargjöf frá ömmu. Sú reyndist hrekkjótt og ólíðandi hross. Hún hvarf því sjónum vorum og ég var svo miður mín að ég grenjaði í sófanum heilt kvöld, þá fimm ára. Morguninn eftir fór pabbi með mig í pössun til ömmu og hún gaf mér hlut í Vindu á móti sér. Vinda var afskaplega sérlunduð skepna, en einstaklega skemmtilegur reiðhestur... nema þegar hún tók upp á því að standa kyrr. Upp úr þurru. Þá var ekkert hægt að gera annað en að snúa við. Einkennileg hegðun og ég gat oft orðið urrandi reið við hana. En samt var ég yfirleitt komin aftur á bak daginn eftir ef ekki samdægurs.
Ég veit ekki hvort og þá hvaða hugsun það var hjá ömmu að velja handa mér sérlundaða og geðstirða einstaklinga....
En þrátt fyrir að ég hafi verið hálf hrædd við bestaskinnið mitt fram yfir 12 ára aldurinn fórum við fljótlega upp úr því að eiga skap saman og fyrr en varði fór ég varla á bak á nokkrum öðrum hesti. Ég vissi alveg að hún var ekki gallalaus gripur, en það var ég ekki heldur og hún var mín. Þar af leiðandi langflottust.
Ég votta þér samúð mína vegna Vindu. Þegar dýr er hluti af lífi manns svo lengi verður það í mörgum tilvikum jafn dýrmætur vinur og mörg mannskepnan.
SvaraEyðaVinda blessunin farin! Þrjóskara hross held ég að hafi aldrei verið til - hún var svo gjörsamlega sjálf síns herra hún Vinda þín. Minnist hennar með andvarpi og hlátur í huga.
SvaraEyðaKv.
Agnes
æi Vinda sæta.
SvaraEyðaSamhryggist.. Held samt að fáir hestar hafi átt betra líf en hrossin hennar ömmu þinnar. (enda dekraðir og frekir upp til hópa þessar elskur en fyrst og fremst yndisleg og hamingjusöm dýr!)
Kv Margrét
Það var sorglegt að heyra að hún skildi öll á afmælisdaginn minn. Annars langaði mér bara að segja þér að þú ert ofurkona og mér þykir vænt um þig...
SvaraEyða